Náttúran í Eldvörpum
Náttúran í Eldvörpum á Reykjanesi er kynngimögnuð í samspili sólarljóss og jarðgufu eins og þessi mynd Ellerts Grétarssonar ber með sér. Eldvörp er merkileg, 5 km löng gígaröð um 4 km suðvestan við Bláa lónið og Svartsengi og myndaðist í Reykjanes-eldum á 13. öld.
Talsverður jarðhiti er í einum gosgígnum og rýkur upp úr hrauninu í kringum hann svo halda mætti að þarna hafi jarðeldar geysað nýlega. Til stendur að virkja jarðvarmann á þessu svæði.
Ljósmynd/Elg