Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:31

NÁTTFÖTIN OG SAMKOMUHÚSIÐ Í SÚÐAVÍK Á TOPPNUM

Nafn: Þorsteinn Jónsson. Fædd/-ur hvar og hvenær: Að Höfn í Sandgerði 4. janúar 1958. Stjörnumerki: Steingeit. Atvinna: Kynningarfulltrúi Hitaveitu Suðurnesja. Laun: „Þá man ég það”. Maki: Einhverjar tillögur ? Börn: 12 ára piltur og 18 ára stúlka sem þreytast aldrei á að fylla mig stolti. Bifreið: Peugeot 306 ´97 módel. Uppáhaldsmatur: Humar frá Stebba í Tjarnarkoti, eldaður af sjálfum mér. Versti matur: „Fáir myndu svara þessu í Eþíópíu”. Besti drykkur: Fer eftir tilefninu Skemmtilegast: Í góðra vina hópi Leiðinlegast: Jarðafarir. Gæludýr: Kötturinn hennar systur minnar. Skemmtilegast í vinnunni: Að sjá erfiði dagsins skila árangri. Leiðinlegast í vinnunni: Að þurfa stanslaust að vera að vinna sér inn peninga, eins og maður hafi ekki nóg annað að gera. Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Heiðarleika og létta lund. En verst: Óheiðarleika, hroka og vanþakklæti. Draumastaðurinn: Best er að vera þar sem mest er þörf á mér. Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Fer eftir persónunni Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Mamma Spólan í tækinu: Sling Blade. „Mæli eindregið með henni”. Bókin á náttborðinu: Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran. Uppáhalds blað/tímarit: Ég er alæta á allan fróðleik. Besti stjórnmálamaðurinn: Sinnir öðrum störfum í dag. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Flestir þættir Discovery. Íþróttafélag: Suðurnesjaliðin. Uppáhaldskemmtistaður: Samkomuhúsið í Súðavík. Þægilegustu fötin: Náttfötin á sunnudegi. Framtíðaráform: Að rækta mig, börnin og náungann. Spakmæli: Betra er vel gert en vel sagt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024