Nanna Rögnvaldar á bókasafni Reykjanesbæjar
Ástríðukokkurinn og matgæðingurinn Nanna Rögnvaldar ræðir um bækur sínar á Bókasafni Reykjanesbæjar á fimmtudagskvöld klukkan 20:00. Nanna er sennilega flestum kunn fyrir matreiðslubækur sínar og ástríðu í matargerð. Síðast sendi Nanna frá sér matreiðslubók í janúar. Sú heitir Létt og litríkt og fjallar um heimilismat í hollari kantinum.
Nanna er hætt að borða sykur og hefur lagt mikla áherslu á hollar, næringaríkar og sykurlausar uppskriftir síðasta árið.