Námsstefnan Ferðasumar 2006
Leiðsögumenn Reykjaness, Upplýsingamiðstöð Reykjaness og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í samstarfi við Impru boða til ferðanámsstefnu „Ferðasumar á Suðurnesjum 2006” á morgun, fimmtudaginn 6.apríl.
Tilgangur námsstefnunnar er að kynna fyrir ferðaþjónustuaðilum þau ferðatengdu verkefni sem verið er að vinna að á svæðinu og þá þjónustu sem er í boði í sumar á Reykjanesi, einnig verður kynning á klasaverkefni sem Leiðsögumenn Reykjaness og Impra eru að hrinda af stað. Rannveig Garðarsdóttir, starfsmaður upplýsingamiðstöð Reykjaness segir markmið verkefnisins sé að efla tengsl og koma á samstarfi á milli þeirra fjölmörgu aðila á Suðurnesjum sem eiga hagsmuna að gæta af aukinni aðsókn ferðamanna. „Með samstarfi aðila á Suðurnesum er hægt auka samkeppnishæfi svæðisins gagnvart öðrum landshlutum með það fyrir augum að auka umsvif og veltu í ferðaþjónustu á svæðinu,“ sagði Rannveig.
Klasaverkefnið er ætlað að færa aðilum sem eru í samkeppni aukna möguleika á að starfa saman að einni heild, byndast böndum um að efla samstarf í samkeppni.
Námstefnan hefst á Flughótelinu á morgun kl. 10:00
Dagskrá
10:00 Kynning á Leiðsögumönnum Reykjaness
Bergur Sigurðsson, formaður.
10:20 Ferðamannastaðurinn Grindavík
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri.
10:40 Klasaverkefni Leiðsögumanna Reykjaness
Iða Brá Vilhjálmsdóttir, verkefnisstjóri.
10:50 Gönguleiðaverkefni Ferðamálasamtaka Suðurnesja
11:10 Ferðamannastaðurinn Reykjanesbær
Árni Sigfússon, bæjarstjóri.
11:50 Útgáfa Víkurfrétta á kynningarefni
Páll Ketilsson.
12:00 Yfirlit yfir ferð dagsins. Rannveig Lilja Garðarsdóttir framkvæmdastjóri
12:15 Rútuferð þar sem heimsótt, verða nokkur fyrirtæki í ferðaþjónustu. Leiðsögn í rútunni verður í höndum nokkurra Leiðsögumanna Reykjaness.
17:00 Flughótel, endir.
Námsstefnan „Ferðasumar á Suðurnesjum 2006" er öllum þjónustufyrirtækjum á svæðinu opið og að kostnaðarlausu.
VF-mynd/ Oddgeir Karlsson