Námsmaraþon í Holtaskóla
10.bekkur Holtaskóla að þreyta námsmaraþon föstudaginn 6. apríl. Þessa dagana eru 10. bekkingarnir að safna áheitum og ágóðinn mun renna til Noregsferðar. Þeir tóku á móti nemendum frá Kristiansand síðasta haust og ætla nú að endurgjalda heimsóknina. Norðmennirnir eru á fullu að undirbúa komu nemenda Holtaskóla 21. maí. Heimsóttir verða tveir vinabæir, þ.e. Kristiansand og Hjørring í Danmörku en hópurinn mun fljúga heim frá Billund 28. maí.