Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 21. nóvember 2002 kl. 10:22

Námskeið í sálrænni skyndihjálp

Reykjanesbær á réttu róli í samstarfi við SamSuð (samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) efndu til námskeiðs fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva á Suðurnesjum laugardaginn 16. nóvember 2002.
Sr. Carlos Ferrer, sóknarprestur í Tjarnaprestakalli og leiðbeinandi hjá Rauðakross Íslands kenndi á námskeiðinu. Stuðst var við bókina ,,Sálræn skyndihjálp og mannlegur stuðningur,” Rvk. (RkÍ) 1997, auk annars efnis og unnið var í hópavinnu og fyrirlestrum.Þátttakendur voru leiddir til skilnings á samhengi áfalla, kreppu og streytu. Kennt hvað sálræn skyndihjálp felur í sér og í framhaldi af því gert ljóst hvaða úrræði félagsmiðstöðvarnar hefðu og um leið hverjar hugsanlegar skyldur þeirra væru. Þannig væri mjög mikilvægt að forstöðumenn
félagsmiðstöðvanna gerðu sér ljóst hvenær grípa skuli inn í og hvenær vísa skuli á fagaðila, þegar unglingar verða fyrir áfalli af einhverju tagi.

Námskeiðið þótti takast vel og ljóst er að forvarnir á andlega sviðinu eru ekki síður mikilvægar en forvarnir sem taka mið af líkamlegu heilbrigði.

Kann SamSuð Reykjanesbæ á réttu róli þakkir fyrir stuðninginn í þessu verkefni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024