Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Námskeið fyrir unglinga um hreinlæti, næringu og heilsu
Föstudagur 4. apríl 2008 kl. 16:44

Námskeið fyrir unglinga um hreinlæti, næringu og heilsu

Á næstunni verður boðið upp á námskeið fyrir unglinga á Suðurnesjum um samspil hreinlætis, góðrar heilsu, rétts matarræðis og sjálfstrausts unglinga. Það er náttúrulæknirinn Birgitta Jónsdóttir Klasen sem stendur að námskeiðinu sem tekur eina kvöldstund og er fyrir unglinga á aldrinum 13 til 16 ára annars vegar og 17 til 20 ára hins vegar.
Á námskeiðinu verður komið inn á mikilvægi hreinlætis og tengslin við sjúkdóma. Þá er rætt um heilsu og misnotkun á áfengi og lyfjum og afleiðingar þess. Einnig verður á námskeiðinu fjallað um næringu og mikilvægi þess að borða hollan og góðan morgunmat.
Í tilkynningu frá Birgittu segir að nú sé kominn tími til að foreldrar geri eitthvað fyrir unglingana á heimilinu. Þeir þurfi aukið sjálfstraust og þurfi fyrst og fremst að bera virðingu fyrir sjálfum sér. Tímapantanir á námskeiðið og nánari upplýsingar er að fá í síma 847 6144 eða á [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024