Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Námskeið fyrir mæðgur
Mánudagur 14. apríl 2008 kl. 14:26

Námskeið fyrir mæðgur

Laugardaginn 26.apríl eftir hádegi verður gaman hjá mæðgum á Suðurnesjum sem ákveða að skella sér á námskeið saman. Þá mun Marta í Púlsinum ásamt dóttur sinni, Hrafnhildi Ásu, leiða skemmtilegt námskeið í hópefli fyrir stelpur og konur á öllum aldri. Námskeiðið er hugsað fyrir þær sem vilja bæta samskiptin og einnig þær sem eiga nú þegar í góðum samskiptum en langar að leika sér og sprella saman.

Mæðgur fá að prófa ýmislegt saman í gegnum fjöruga dagskrá. Dans, hláturjóga, leiklist, söngur, jógateygjur og slökun er meðal þess sem þær gera, sannkallað hópefli og skemmtun. Markmiðið er að styrkja jákvæð tengsl og auka góð samskipti móður og dóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dætur og mæður geta verið á öllum aldri, þær hafa verið frá 9 ára aldri og allt upp í hressar áttræðar konur! Þetta er mjög gaman og styrkir góð vinkonubönd á milli mæðgna. Skráning er hafin í síma 848 5366 og á heimasíðunni www.pulsinn.is.