Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 23. febrúar 2000 kl. 15:01

Námskeið fyrir fólk á besta aldri hjá Tölvuskóla Suðurnesja

Á síðasta ári hélt Tölvuskólinn námskeið sem bar yfirskriftina „Fyrir fólk á besta aldri“.  Þessi námskeið voru vel sótt og voru nemendur á aldrinum 60 til 85 ára. Námskeiðið var uppbyggt með þarfir þeirra í huga sem vildu kynna sér tölvutæknina og vita hvað unga fólkið er að sækjast eftir með tölvunotkun. Nú í næstu viku mun Tölvuskólinn halda þessum námskeiðum áfram. Farið verður yfir grunnhugtök í tölvuvinnslu. Einfaldar uppsetningar bréfa. Kennd samskipti með rafrænum pósti, við t.d. ættingja erlendis. Internetnotkun og þá sérstaklega lögð áhersla á notkun Internetsins til dægarstyttingar og uppflettingar á ættfræðivefnum. Námskeiðið mótast þó mikið af áhuga þátttakenda.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024