Næsti heimsreisupistill væntanlegur á laugardag
Hermann Helgason og Magnús Ólafsson úr Keflavík eru farnir af stað í heimsreisu, en næstu 10 til 11 mánuði munu þeir ferðast til yfir 20 landa. Þeir ætla að leyfa lesendum Víkurfrétta að fylgjast með ævintýrinu með því að senda okkur reglulega pistla. Tveir pistlar hafa þegar borist. Annar þeirra hefur verið birtur í prentútgáfu Víkurfrétta en allt efnið frá þeim frændum verður birt í blaðinu og á sérstökum vef Víkurfrétta um heimsreisuna. Von er á nýjum pistli frá þeim Hemma og Magga á morgun, laugardag. Þeir eru nú í Nepal og hafa slappað af síðustu daga og safnað kröftum.Pistillinn frá þeim fer beint inn á vefinn www.vf.is/heimsreisa um leið og hann berst okkur og hefur verið "þýddur" yfir á íslensku, þar sem þeir notast við Internet-kaffihús og þar er víst enga íslenska stafi að finna á lyklaborðum.
Nú er unnið að því að setja texta við myndirnar í myndagallerýi sem einnig er að finna inni á heimsreisuvef Víkurfrétta. Þannig eiga lesendur auðveldara með að tengja myndirnar við pistlana frá heimsreisuförunum Hemma og Magga.
Fylgist með á laugardaginn!
Nú er unnið að því að setja texta við myndirnar í myndagallerýi sem einnig er að finna inni á heimsreisuvef Víkurfrétta. Þannig eiga lesendur auðveldara með að tengja myndirnar við pistlana frá heimsreisuförunum Hemma og Magga.
Fylgist með á laugardaginn!