Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Næst síðasta Reykjanesganga sumarsins í kvöld
Það hefur verið vel mætt í göngur sumarsins.
Miðvikudagur 29. júlí 2015 kl. 07:00

Næst síðasta Reykjanesganga sumarsins í kvöld

Næstsíðasta gönguferð Reykjanesgönguferð sumarsins verður farin í dag miðvikudaginn 29. júlí kl 19:00.  Leiðsögn í gönguferðinni er í höndum Rannveigar Garðarsdóttur og er í boði Bláa Lónsins, HS veitna og HS Orku
 
Gengið verður frá Siglubergshálsi (í Festarfjalli ofan Grindavíkur) upp á hæsta punkt Fiskidalsfjalls 195m. Einnig verður gengið yfir Húsafell sem er 172m á hæð.

Félagar úr Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík verða gestir í gönguferðinni og segja frá björgunarafrekum og sögu Björgunarsveitarinnar.

Gangan tekur 2 – 3 klst og hefur erfiðleikastigið tvær stjörnur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024