Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nægir eitt lítið páskaegg
Jóhann Guðmundsson.
Sunnudagur 20. apríl 2014 kl. 09:00

Nægir eitt lítið páskaegg

Er hrifnastur af málsháttunum.

Jóhann Guðmundsson, starfsmaður í versluninni Eplinu í Krossmóa, telur mjög líklegt að hann muni vera heima um páskana. „Veðurspáin er ekkert sérlega góð.“ Hann segist vera æ minna hrifinn af páskaeggjum eftir því sem árin líði en sé þó hrifnastur af málsháttunum. „Mér nægir því bara eitt lítið páskaegg.“

Annars hefur Jóhann töluverða trú að því að sumarið komi loksins fljótlega. „Veturinn hefur verið alveg þokkalegur og ég lít björtum augum til sumarsins. Ég held að þetta sé allt að koma, uppgangur í bænum. Kannski er bara okkar tími kominn,“ segir Jóhann glaður í bragði. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024