Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:27

NÁÐI DRAUMAHÖGGINU Í LEIRUNNI!

Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi í eldlínunni á golfvellinum: „Er það ekki þetta sem alla golfara dreymir um“, sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi og kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja en hann fór holu í höggi á 8. holu á Hólmsvelli í Leiru sl. laugardag. Kjartan notaði járn númer sex í högginu en hann var að keppa í árlegu móti félagsskaparins Storms en í honum eru sextán ungir menn á Suðurnesjum. Kjartan sem byrjaði í golfi í fyrra hitti boltann vel og hann sveif hátt í haustblíðunni og lenti tæpan metra frá stönginni og fór þaðan beint ofan í. Upphafsteigurinn á 8. holunni stendur lægra en flötin og því sá Kjartan ekki þegar boltinn fór í holuna. Hann kallaði því á félaga sína sem voru á 9. teig. Einn þeirra, Björn Knútsson, flugvallarstjóri sagðist ekki sjá boltann á flötinni og hljóp og leit í holuna. Þar beið boltinn og þegar Björn veifaði höndum og sagði hann í holunni brutust út fagnaðarlæti hjá Stormurum. Kjartan segist ánægður með afrekið mikla enda eru líkurnar taldar vera 1 á móti 43 þúsund að fara holu í höggi. Kjartan segir að Stormarar séu miklir golfarar enda hafi 18% þeirra farið holu í höggi!!!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024