Myndskeið: Sumri fagnað með skrúðgöngu
- skátafjör við 88 húsið í Keflavík síðar í dag
Sumardagurinn fyrsti er í dag og er honum víða fagnað með skrúðgöngum og skemmtidagskrá. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Keflavík nú áðan þar sem skátafélagið Heiðabúar fór fyrir göngu frá skátaheimilinu og að Keflavíkurkirkju þar sem blásið var til skátamessu.
Síðar í dag verða skátarnir með dagskrá við 88 húsið við Hafnargötu eins og sjá má í annarri frétt hér á vefnum.