Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 18:59

Myndlistasýning Garðars Jökulssonar

Dagana 20. maí til 4. júní mun Garðar Jökulsson listmálari halda sýningu á verkum sínum í Menningarmiðstöðinni Kvennó í Grindavík. Garðar er fæddur í Reykjavík árið 1935 og hefur fengist við myndlist frá fimmtugsaldri, en hann er sjálfmenntaður í listinni. Listamaðurinn bindur sig lítið við stíla og stefnur í málverkunum, en í flestum verka hans kemur fram einlæg dýrkun á náttúru landsins, litum þess og birtu. Listamaðurinn notar öll tiltæk efni og blandar þeim saman til að ná fram sínum sérstaka stíl, oft á tíðum á mjög óhefðbundinn hátt. Garðar Jökulsson hefur haldið 23 einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, auk þess sem hann hefur haldið fjölda vinnustaðasýninga, enda trúir listamaðurinn á að listina skuli bera til fólksins og býður því sín verk föl á viðráðanlegu verði. Sýningin í Kvennó í Grindavík er hans önnur sýning utan Reykjavíkur, en Garðar var með sýningu í Eden í Hveragerði fyrr á árinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024