Myndlistarsýning Sossu í Keflavíkurkirkju 17. maí
Á uppstigningadag 17. maí verður myndlistarsýning listakonunnar Sossu opnuð formlega í Keflavíkurkirkju þar sem sýnd verða verk sem sérstaklega eru máluð í tilefni sýningarinnar. Dagskráin hefst með guðsþjónustu kl. 14:00 þar sem sr. Björn Jónsson þjónar fyrir altari.
Eldeyjarkórinn syngur við messuna. Að henni lokinni verður dagskrá í kirkjunni þar sem dr. Gunnar Kristjánsson prófastur flytur erindi um myndlist og trú. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Nánar um sýninguna á heimasíðu kirkunnar: keflavikurkirkja.is