Myndlistarsýning Margrétar Leópolsdóttur vekur athygli

Margrét vinnur talsvert með ljósmyndir og videó í verkum sýnum og vinnur svo úr því í tölvu. Verkið sem er til sýnis í Fræðasetrinu er einmitt röð ljósmynda sem Margrét tók af hafinu. Prentar hún myndirnar á glærur sér ætlaðar fyrir bleksprautaprentara og tengir þær svo með vír þannig að allar glærurnar, sem eru 660 talsins, mynda eina mynd á þremur tjöldum. Alls tók um 33 klst. að prenta glærurnar og fóru 33 litahylki í verkið.
Að sögn Margrétar er hún heilluð af sjónum og hefur hann seiðmagnandi áhrif á hana. ,,Hafið er mikil orkulynd fyrir mig og er það besti staðurinn til að slaka á við. Ég vildi gera verk sem endurspeglar áhrif mín af sjónum og er það einhverskonar dáleiðsla að horfa á verkið”, segir Margrét og bætti því við að myndin væri í raun rómantísk nútímalist sem er víst ekki mjög algengt. ,,Ég held að allir sem skoðuðu myndina hafi skilið hana mjög vel þó svo enginn hafi séð slíkt verk áður”