Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 26. júlí 2002 kl. 14:22

Myndlistarsýning Margrétar Leópolsdóttur vekur athygli

Margrét Leópolsdóttir opnaði myndlistarsýningu í Fræðasetrinu í Sandgerði sl. Fimmtudag undir nafninu Auðsær. Um 30 manns mættu á opnunina en þetta er fyrsta skipti sem Margrét sýnir á Suðurnesjum en önnur einkasýning hennar frá því hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2001. Margrét sagði í samtali við Víkurfréttir að viðbrögð fólks viðsýningunni hefðu verið mjög góð og var hún mjög ánægð með hve margir létu sjá sig.

Margrét vinnur talsvert með ljósmyndir og videó í verkum sýnum og vinnur svo úr því í tölvu. Verkið sem er til sýnis í Fræðasetrinu er einmitt röð ljósmynda sem Margrét tók af hafinu. Prentar hún myndirnar á glærur sér ætlaðar fyrir bleksprautaprentara og tengir þær svo með vír þannig að allar glærurnar, sem eru 660 talsins, mynda eina mynd á þremur tjöldum. Alls tók um 33 klst. að prenta glærurnar og fóru 33 litahylki í verkið.
Að sögn Margrétar er hún heilluð af sjónum og hefur hann seiðmagnandi áhrif á hana. ,,Hafið er mikil orkulynd fyrir mig og er það besti staðurinn til að slaka á við. Ég vildi gera verk sem endurspeglar áhrif mín af sjónum og er það einhverskonar dáleiðsla að horfa á verkið”, segir Margrét og bætti því við að myndin væri í raun rómantísk nútímalist sem er víst ekki mjög algengt. ,,Ég held að allir sem skoðuðu myndina hafi skilið hana mjög vel þó svo enginn hafi séð slíkt verk áður”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024