Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 27. maí 1999 kl. 23:16

MYNDLISTARSÝNING Í SANDGERÐI

Ólöf H. Árnadóttir opnar myndlistarsýningu á vinnustofu sinni að Hafnargötu 9 í Sandgerði laugardaginn 29. maí nk. Meira en þrjátíu pastelmyndir verða til sýnis og sölu hjá Ólöfu að þessu sinni en þetta er önnur einkasýning hennar, sú fyrsta á Suðurlandi. Hafnargata 9 er skammt frá Sandgerðishöfn í húsnæði sem Hafnarfjarðarmarkaður var í áður og verður sýningin opin frá kl. 15-18 á laugardag og síðan daglega frá kl. 16-19 til 7. júní næstkomandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024