Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Myndlistarsýning í Hitaveitu Suðurnesja
Miðvikudagur 19. febrúar 2003 kl. 13:14

Myndlistarsýning í Hitaveitu Suðurnesja

Myndlistakonan Sigurbjörg Gunnarsdóttir, betur þekkt undir nafninu Bagga, verður með myndlistasýningu í húsakynnum Hitarveitu Suðurnesja við Brekkustíg í Njarðvík, næstu vikurnar.
Bagga hefur verið viðloðandi myndlistadeild Baðstofunnar í Keflavík allt frá 1991, auk þess hefur hún sótt ýmis önnur námskeið.Bagga hefur haldið fjórar einkasýningar og einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum á undanförnum árum. Myndirna eru allar unnar með akryl á striga.

Sýningin verður opinn út mars mánuð á opnunartíma Hitaveitu Suðurnesja.

Allir velkomnir.

VF-ljósmynd: Verkið Fólk.is er meðal annars á sýningu Böggu í húsakynnum Hitaveitu Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024