Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Myndlista og handverkssýningar í Garði
Fimmtudagur 19. júní 2008 kl. 10:26

Myndlista og handverkssýningar í Garði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýningar sem settar voru upp í tilefni af 100 ára afmæli Sveitarfélagsins Garðs verða allar opnar dagana 21. og 22. júní kl. 14:00 – 17:00.
Verkin á sýningunum eru eftir listamenn ættaða frá eða búsetta í Garðinum. Listamennirnir eru Gunnar Örn, Guðrún Guðmundsdóttir frá Garðhúsum, Bragi Einarsson, Ágústa Malmquist og Ari Svavarsson. Einnig er handverkssýning eldri borgara og ljósmyndasýning á byggðasafninu. 

Gallerý Garður er staðsett í gamla vitavarðarhúsinu og er opið alla daga frá 13:00-17:00.

Hér fyrir neðan er mynd af götukorti sem sýningastaðir er merktir inn.

Mynd: Myndir eftir Gunnar Örn til sýnis á bæjarskrifstofunum. VF/IngaSæm