Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndlist í kirkjunni
Fimmtudagur 27. ágúst 2009 kl. 08:23

Myndlist í kirkjunni


Leyfið börnunum að koma til mín er heiti myndlistarsýningar sem Keflavíkurkirkja stendur fyrir á Ljósanótt.

Fyrr í sumar kölluðu forsvarsmenn kirkjunnar saman hóp myndlistarmanna úr Reykjanesbæ í kirkjunni þar sem dr. Gunnar Kristjánsson flutti erindi um tengsl kirkju og myndlistar í sögu og samtíð. Listamennirnir 14 vinna allir út frá textanum í Mk. 10.13-16, sem jafnan er lesinn við skírn: „Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau en lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma." Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau."

Málverkin verða til sölu og rennur hluti andvirðisins til æskulýðsstarfs við Keflavíkurkirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024