Myndir úr göngu á Sýrfell og Sýrfellsdrög
Reykjanesgönguferðir stóðu á miðvikudagskvöld fyrir ferð á Sýrfell og Sýrfellsdrög í fylgd Guðmundar Ómars Friðleifssonar, yfirjarðfræðings hjá HS Orku. Hann sagði göngufólki frá ýmsum verkefnum tengdum HS Orku, meðal annars djúpborun sem stendur til að byrja á í haust, nýju niðurdælingarsvæði og viðamiklum jarðskjálftamælingum sem fara fram á svæðinu.
Gönguhópurinn fékk tækifæri til að framkalla jarðskjálfta með einu hoppi sem tókst með ágætum en kom ekki fram á jarðskjálftamælum.