Myndir og video: Ljósanótt sett í sautjánda sinn
Stórar blöðrur og Friðrik Dór í blíðunni
Veðrið lék við íbúa Reykjanesbæjar í morgun þegar 17. Ljósanæturhátíðin var sett með formlegum hætti. Að þessu sinni var dagskráin með breyttu sniði en áður. Blöðrurnar voru stærri og umhverfisvænni en vanalega og þær skoppuðu skemmtilega á milli skólabarna undir hressum tónum frá Friðriki Dór sem hélt uppi fjörinu. Hér að neðan má sjá veglegt myndasafn frá athöfninni sem tókst einstaklega vel í blíðunni í Reykjanesbæ. Ýmsir viðburðir hefjast á Ljósanótt í dag en dagskrána má sjá á ljosanott.is.
Hér má svo sjá myndband frá fjörinu öllu og viðtal við Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra.