Myndir frá göngu á Fiskidalsfjall.
Síðastliðinn miðvikudag gekk Reykjanes - gönguhópurinn á Fiskidalsfjall og Húsafell í blíðskaparveðri eins og ávallt hefur verið á miðvikudagskvöldum í sumar með einni undantekningu þó.
Gengið var upp frá Siglubergshálsi. Þegar upp var komið naut hópurinn útsýnis í allar áttir þar sem leiðsögumaður sagði frá fjallasýn.
Gengið var upp á Húsafell þar sem fólk var myndað í öllum stellingum með fagurt útsýni í bakgrunn. Myndir frá ferðinni eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta.