Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndir frá 40 ára afmæli Gimli
Laugardagur 2. júlí 2011 kl. 12:53

Myndir frá 40 ára afmæli Gimli

Leikskólinn Gimli hafði ærna ástæðu til að fagna í gær. Skólinn fékk bæði afhendan Grænfánann sem merki um góðan árangur í umhverfismálum og svo var fjölskylduhátíð foreldrafélagsins fagnað. Síðast en alls ekki síst fagnaði skólinn 40 ára starfsafmæli og lét fjöldi gesta rigninguna ekki aftra sér frá því að koma og taka þátt í gleðinni.

Þarna var fólk á öllum aldri, allt frá ungabörnum til gráhærðra gamalmenna og fjörið var mikið, sérstakalega hjá yngstu gestunum. Boðið var upp á söng og skemmtiatriði og einnig voru glæsilegar veitingar í boði.

Veitt voru ýmis verðlaun þeim sem hafa komið að starfi skólans og hjálpað til í gegnum árin.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta en fleiri myndir má nálgast með því að smella hér.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024