Myndir - Vel heppnuð Lodduganga á Sandgerðisdögum
Hin árlega Lodduganga var farin í blíðskaparveðri á Sandgerðisdögum í gær. Gangan var gríðarlega vel sótt og óhætt að segja að létt hafi verið yfir fólki. Sandgerðisdagar standa nú yfir og í gær fór fram þessi einstaka skemmti- og fræðsluganga sem hefur heldur betur fest sig í sessi hjá Sandgerðingum. Heimsótt voru fyrirtæki og stofnanir og sagðar sögur á göngunni. Boðið var upp á veitingar og skemmtiatriði. Hér að neðan má sjá glæsilegar myndir frá gleðinni.
Ljósmyndir Þorsteinn Surmeli