Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndi vilja verja tíma með vini sínum á eyðieyju
Stefán Máni Stefánsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
þriðjudaginn 6. desember 2022 kl. 09:58

Myndi vilja verja tíma með vini sínum á eyðieyju

Ungmenni vikunnar

Nafn: Stefán Máni Stefánsson
Aldur: 14 ára
Skóli: Akurskóli
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Bardagaíþróttir, fótbolti og félagsstörf

Stefán Máni myndi taka símann sinn, vatn og Mikka vin sinn með sér á eyðieyju. Hans helstu áhugamál eru bardagaíþróttir, fótbolti og félagsstörf og hann langar að verða hárgreiðslumaður í framtíðinni. 

Hvert er skemmtilegasta fagið?

Íþróttir er skemmtilegasta fagið.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Mikki er líklegastur að verða frægur útaf hann er svo vinsæll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Skemmtilegasta sagan úr skólanum er draugarnir í kjallaranum.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Mikki er fyndnastur.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Uppáhaldslagið mitt er 200 með Birni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Uppáhaldsmaturinn minn er pasta.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

Uppáhaldsmyndin mín er Civil War Avengers.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Það sem ég myndi taka með mér á eyðieyju er símann minn, vatn og Mikka.

Hver er þinn helsti kostur?

Minn helsti kostur er að ég er góður í íþróttum.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

Ofurkrafturinn sem ég myndi velja er ofurstyrkur.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Besti eiginleiki í fari fólks er jákvæðni.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Það sem mig langar að gera eftir grunnskóla er læra að vera hárgreiðslumaður.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?

Orðið sem myndi lýsa mér er orkumikill.