Myndi stytta hádegishléið
FS-ingur vikunnar
Grindvíkingurinn Inga Björk Jónsdóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hún stefnir á nám í sálfræði eftir framhaldsskóla. Hún er hrædd við köngulær og trúða og telur Grindavíkurborðið vera helsta kost FS.
Á hvaða braut ertu?
Félagsfræðibraut.
Hvaðan ertu og aldur?
Grindavík og að verða 19 ára í desember.
Helsti kostur FS?
Grindavíkurborðið.
Hjúskaparstaða?
Á föstu.
Hvað hræðistu mest?
Köngulær, trúða og dauðann.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Egill Birgis og fyrir það að vera DJ.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Ég ætla að vera combobreaker og nefna kennara og ég segi Hörður, hann er algjör meistari.
Hvað sástu síðast í bíó?
Borgríki 2, og hún var svakaleg.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Að það séu gerðar flatkökur með osti á hverjum degi, ekki bara stundum og stundum.
Hver er þinn helsti galli?
Ég á það til að stressa mig á hlutum sem skipta sem minnstu máli.
Hvað er heitasta parið í skólanum?
Nemó og Hákon eru frekar sætir saman.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Að það væri látið nemendur vita þegar kennari þeirra er fjarverandi með sms-um, áður en nemandinn leggur af stað í skólann og svo er hádegið ALLTOF langt. Ég myndi stytta það svo nemendur gætu verið fyrr búnir í skólanum!
Áttu þér viðurnefni?
Ingabj. vegna óheppilegrar skammstöfunar minnar.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Er voða gjörn á að segja: true eða, i know.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Alltaf eitthvað að gerast, Ásta er að standa sig mjög vel sem formaður!
Áhugamál?
Það helsta er líklega fótbolti (að spila hann, ekki eins gaman að horfa á hann að mínu mati).
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Pása í ár eftir útskrift svo er stefnan bara í háskóla að prófa sálfræðina.
Ertu að vinna með skóla?
Jeees, í Bláa lóninu.
Hver er best klædd/ur í FS?
Ivan Jugovic.