Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndi sleppa lokaprófum
Miðvikudagur 19. nóvember 2014 kl. 10:00

Myndi sleppa lokaprófum

FS-ingur vikunnar

Aldís Guðrún Freysdóttir er 18 ára stúlka sem býr í Garðinum. Hún stundar nám á náttúrufræðibraut en hún stefnir á tannlækninn í framtíðinni. Aldís væri til í að sjá Sómasamlokur í mötuneytinu í FS og ef hún fengi að ráða þá væru engin lokapróf í skólanum.

Á hvaða braut ertu?
Náttúrufræðibraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur?
Er úr keflavík bý í Garðinum og er 18 ára.

Helsti kostur FS?
Íþróttir hja Andrési.

Hjúskaparstaða?
Á lausu.

Hvað hræðistu mest?
Missa mömmu.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Þóra Lind sé hana fyrir mér ná langt i modelbransanum.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Vígdis Rún, ekki spurning.

Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd?
Annabelle, glötuð..

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Sómasamlokur.

Hver er þinn helsti galli?
Hrikalega gleymin.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Kærustufaggar eru leim.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Sleppa lokaprófum.

Áttu þér viðurnefni?
Stundum kölluð Dísa

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Fokking.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Það er á góðri uppleið!

Áhugamál?
Vera með vinum.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Tannlæknir.

Ertu að vinna með skóla?
Samkaup í Garði.

Hver er best klædd/ur í FS?
Sylvía Kára.

 

Eftirlætis:

Kennari: Bogi

Fag í skólanum: Stærðfræði

Sjónvarpsþættir: Homeland

Kvikmynd: The Hobbit og LOTR

Hljómsveit/tónlistarmaður: Five finger death punch og Metallica

Leikari: Cameron Diaz

Vefsíður: Primewire.ag

Flíkin: Náttsloppurinn minn

Skyndibiti: Villi

Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Anaconda með nicki