Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Myndband: Ráðherra í rosalegri bátsferð
Föstudagur 30. ágúst 2013 kl. 10:46

Myndband: Ráðherra í rosalegri bátsferð

Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar- og viðskiptaráðherra fór ásamt fríðu föruneyti í ansi svaðalega bátsferð á dögunum. Um var að ræða svokallaða Rib safari bátsferð en nýlega var byrjað að bjóða upp á slíkar ferðir við smábátahöfnina í Reykjanesbæ.

Bjarni Geir Bjarnason og Sigurbjörn Sigurðsson sjá upp á bátsferðirnar en þeir félagar hyggjast bjóða ferðamönnum og áhugasömum upp á ferðir um Reykjanesið á þessum hraðskreiða bát. Þar verða m.a. í boði hvala- og fuglaskoðunarferðir en annars er kraftmikill báturinn tilvalinn í skemmtiferðir af ýmsu tagi.

Hér að neðan má sjá myndband frá ferð ráðherra sem skemmti sér konunglega. Ragnheiður er mikil áhugamanneskja um siglingar af þessum toga en hún hefur farið í álíka ferðir bæði í Vestmannaeyjum og á Húsavík.

Dubliner
Dubliner