Myndband: Líf íslenska leiðsögumannsins
Njarðvíkingurinn Ævar hittir naglann á höfuðið
Njarðvíkingurinn Ævar Már Ágústsson hefur farið sigurför um internetið að undanförnu. Ævar sem starfar sem leiðsögumaður, gerði grín að íslensku veðri á skemmtilegan hátt í myndbandi sem birtist á Facebook hjá fyrirtækinu Your Day Tours. Ævar hefur getið sér gott orð sem leiðsögumaður en hann þykir sniðugur og hnyttinn.
Njarðvíkingurinn reyndi fyrir sér í grínheimum en hann tók þátt í keppni um fyndnasta mann Íslands árið 2012 auk þess sem hann hefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Webcam og Snjór og Salóme. Sjáðu myndbandið hér að neðan.