Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndband: Körfuboltafólk syngur á táknmáli
Mánudagur 18. janúar 2016 kl. 14:22

Myndband: Körfuboltafólk syngur á táknmáli

„Ég er kominn heim“ í skemmtilegum búningi

KKÍ og Félag heyrnarlausra unnu saman að myndbandi við lagið „Ég er kominn heim“ með Óðni Valdimarssyni en hugmyndin að verkefninu kom frá Keflvíkingnum Björgu Hafsteinsdóttur, fyrrum landsliðskonu Íslands.

Hulda Halldórsdóttir syngur lagið á táknmáli ásamt leikmönnum úr A-landsliði karla og kvenna, þeim Auði Írisi Ólafsdóttur, Bryndísi Guðmundsdóttur, Helenu Sverrisdóttur, Pálínu Gunnlaugsdóttur, Hauki Helga Pálsyni, Ragnari Natanaelsyni og Ægi Þór Steinarsyni sem öll stóðu þau sig frábærlega eins og þeim er einum lagið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024