Myndband frá Sandgerðisdögum
Lagið Sandgerðisdagar eftir Selmu Hrönn Maríudóttir hjá 245.is sigraði í lagakeppni Sandgerðisdaga 2008. Hlynur Þór Valsson syngur lagið, Samúel I. Þórarinsson spilar á rythma gítar og Matthías Ægisson spilar á sóló gítar. Lagið er leikið undir myndum sem kvikmyndatökumaður Víkurfrétta tók á Sandgerðisdögum í dag.
Myndbandið má nálgast í Vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is