Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndband: Áttavilltur í neðanjarðar völundarhúsi
Mánudagur 6. júní 2016 kl. 09:51

Myndband: Áttavilltur í neðanjarðar völundarhúsi

Ljósmyndarinn Ellert Grétarsson í kröppum dansi á Reykjanesi

Ljósmyndarinn Ellert Grétarsson var kominn í hálfgerðar ógöngur á dögunum þar sem hann var við hellaskoðun á Reykjanesinu. Hann skýrir frá því á Facebook síðu sinni hvernig hann hafi verið algjörlega áttavilltur í völundarhúsi neðanjarðar. „Var að örmagnast við að skríða einhverja hundruð metra á fjórum fótum eftir þröngum, grýttum rásum. En út komst ég að lokum. Þetta myndband er ekki fyrir viðkvæma,“ segir Ellert m.a. í færslunni á síðu sinni auk þess sem hann tekur fram að enginn ætti að fara einn í svona hellaferð.

Myndbandið má sjá hér en það er líklega ekki gott fyrir þá sem þjást af innilokunarkennd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024