Myndaveisla úr Vertíðarlokum í Sandgerði
Það var mikið um dýrðir á „Vertíðarlokum“ í íþróttahúsinu í Sandgerði sl. laugardag. Deildin blés til stórviðburðar þennan dag 11. maí en það var jafnan lokadagur vertrarvertíðar á sjónum. Fjöldi fólk mætti í fjörið sem haldið var uppi af mörgum skemmtilegum aðilum. Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður var veislustjóri en hann á tengingu til Sandgerðis en faðir hans, Hafliði Þórsson var lengi með rekstur þar í sjávarútvegi. Ari Eldjárn og fleiri aðilar bættu við í fjörpakkann en allir fengu ljúffengan mat, steik og fisk frá Réttinum. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar á kvöldinu og eins og sjá má á þeim var gaman.
Vertíðarlok - Myndasafn 1
Vertiðarlok - Myndasafn 2