Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndasýning í Álfagerði í kvöld
Fimmtudagur 5. nóvember 2009 kl. 09:24

Myndasýning í Álfagerði í kvöld


Í kvöld verður myndakvöld í Álfagerði í Vogum þar sem Sesselja Guðmundsdóttir mun kynna afrakstur verkefnis síns og afhenda myndasafnið formlega til varðveislu Minjafélags Vatnsleysustrandar. Þá gefst öllum áhugasömum tækifæri til að rifja upp gamla tíma í sveitarfélaginu í góðum félagsskap yfir rjúkandi kaffibolla.

Undanfarna mánuði hefur Sesselja Guðmundsdóttir staðið í því merkilega verkefni að safna gömum myndum úr Sveitarfélaginu Vogum, skrá þær og tryggja varðveislu þeirra. Jafnframt hefur verið unnið að því að gera myndirnar aðgengilegar á vefnum og er nú hægt að nálgast myndasafnið hér í heimasíðu sveitarfélagsins.

Menningarráð Suðurnesja styrkti verkefnið með fjárframlagi og Sveitarfélagið Vogar hefur verið Sesselju innan handar varðandi vinnuaðstöðu og fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024