Myndastyttuleikur við Hafnargötuna
Margir vegfarendur um Hafnargötu í Reykjanesbæ ráku upp stór augu í hádeginu í dag. Við þeim blasti á allar hendur ungt fólk í Götuleikhúsinu, leiklistarsmiðju Fjörheima, klætt upp og eins og myndastyttur.
Þessi gjörningur krakkanna vakti mikla athygli en fleiri myndir af uppákomunni má finna á Ljósmyndavef Víkurfrétta.
VF-myndir/Þorgils