Myndasafn: Víðisfólk fagnaði 80 ára afmæli
Vegleg veisla í Garðinum
Það var sannarlega líf og fjör þegar Víðismenn á öllum aldri komu saman síðasta laugardagskvöld til þess að fagna 80 ára afmæli félagsins í Garðinum. Blásið var til veglegrar veislu af tilefninu þar sem Garðbúar hvaðanæva að fjölmenntu á heimaslóðir. Dagskráin var glæsileg en Maggi á Réttinum sá um að metta fólkið með gómsætum veitingum. Á meðan var boðið upp á gott grín frá veislustjóranum Birni Braga auk þess sem bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir trylltu lýðinn með gamanmálum og söng. Það var svo Buffið sem sá um að fá fólk á dansgólfið undir lok kvölds.
Hér má sjá myndasafn frá kvöldinu en Ólafur Gunnar Sæmundsson var með myndavélina meðferðis.