Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndasafn: Síðasti bæjarstjórnarfundurinn
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 12:19

Myndasafn: Síðasti bæjarstjórnarfundurinn

Það var hátíðarbragur yfir fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudaginn, enda var þetta síðasti fundur hennar á þessu kjörtímabili. Þessi fundur markaði ákveðin tímamót hjá tveimur bæjarfulltrúum, þeim Kjartani Má Kjartanssyni og Jóhanni Geirdal. Þetta var þeirra síðasti fundur í bæjarstjórn, þar sem þeir ákváðu að draga sig í hlé frá bæjarmálum og snúa sér að öðrum verkefnum á allt öðrum vettvangi.

Gestir fundarins var starfsfólk bæjarins sem látið hefur af störfum á kjörtímabilinu sökum aldurs, og var það heiðrað sérstaklega í hófi sem haldið var eftir fundinn.
Þar fluttu tónlistaratriði tveir af upprennandi tónlistarmönnum bæjarins, þeir Sigtryggur Kjartansson, píanóleikari og Sveinn Enok Jóhannsson, söngvari.

Ellert Grétarsson tók nokkar svipmyndir við þetta tækifæri sem sjá má í myndasafninu hér ofar á síðunni.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024