Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndasafn: Opinn dagur hjá Hitaveitu Suðurnesja
Mánudagur 6. júní 2005 kl. 19:10

Myndasafn: Opinn dagur hjá Hitaveitu Suðurnesja

Hitaveita Suðurnesja bauð til opins dags á starfsstöðvum sínum um helgina og var margt um manninn.

Trúðar heilsuðu upp á krakkana sem mættir voru á opna daginn í höfuðstöðvum hitaveitunnar en einnig kepptu ungir strákar í kappakstri fjarstýrðra rafmagns og bensín bíla. Öll börn fengu svala, blöðru og nammi. Sigurvegararnir fengu vegleg verðlaun frá Hitaveitu Suðurnesja. Húsið var opið öllum og munir, myndir, tæki og tól til sýnis.

Hitaveitan var einnig með skipulagða dagskrá í Svartsengi, á Lagernum og á aðveitustöðinni að Fitjum og voru allir staðir vel sóttir.

Myndasafn frá opnum degi má finna hér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024