Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndasafn: Listahátíð Vesturbergs
Mánudagur 15. maí 2006 kl. 16:41

Myndasafn: Listahátíð Vesturbergs

Nýjasta viðbótin í myndasafn vf.is hér að ofan er myndasyrpa frá listahátíð Vesturbergs sem haldin var fyrir helgi í Listasafni Reykjanesbæjar , Duushúsum. Nemendur fluttu m.a. Litla lirfan ljóta eftir sögu Friðriks Erlingssonar, samveruhópar kynntu verkefni vetrarins og elstu nemendur Vesturbergs voru útskrifaðir.Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi kynntu starfsemi samtakanna en nemendur Vesturbergs eru að safna fyrir UNICEF. Að lokinni dagskrá var opnuð listasýning í Gömlu búð þar sem til sýnis og sölu voru margvísleg sköpunarverk barnanna í Vesturbergi.

Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á staðnum og tók þessar myndir.

Smellið á slóðina hér að neðan til að fara beint í myndasafnið:

http://www.vf.is/Myndasafn/?Groups=453

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024