Myndasafn frá Sólseturshátíð
Sólseturshátíðin í Garði tókst einkar vel þetta árið og voru fjölmargir sem lögðu leið sína á Garðskaga í blíðskaparveðrinu um helgina. Fjölmargir landsþekktir skemmtikraftar tróðu upp og var mikið af alls kyns afþreygingu í boði fyrir alla aldurshópa. Sólarlagið skartaði einnig sínu fegursta að venju eins og sjá má á eftirfarandi ljósmyndum sem ljósmyndari Víkurfrétta tók um helgina.
Fleiri myndir hér.
Það er engin furða að Garðskaginn sé vinsæll meðal ljósmyndara.
Það var gott í sjóinn á laugardag og margir fengu sér sundsprett.
Myndir HBB