Myndasafn: Fjör á hjóladegi á Gimli
Hinn árlegi hjóladagur var haldinn hátíðlegur á Gimli í gær.
Krakkarnir máttu þá koma með allt það sem var á hjólum. hvort sem um var að ræða tvíhjól, þrihjól, hlaupahjól eða dúkkuvagna og er óhætt að segja að þar hafi verið handagangur í öskjunni.
Eins og fyrri ár var Hlíðarvegur lokaður í klukkutíma svo eldri börnin gætu hjólað úti á götu, með hjálminn auðvitað. Þau yngri hjóluðu á útisvæði leikskólans. Lögreglan var á svæðinu og fylgdist með því að allir væru með tilheyrandi öryggisbúnað og færu að reglum.
Karen Valdimarsdóttir, leikskólastjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að börnin skemmtu sér alltaf mjög vel á þessum degi og hlökkuðu lengi til. Myndirnar tala sínu máli, en fleiri myndir má nálgast í Ljósmyndasafni hér til hægri eða með því að smella hér.
VF-myndir/Þorgils