Myndasafn: Börnin hoppuðu og sungu með bæjarstjóra
Listahátíð barna í Reykjanesbæ sett í ellefta sinn
Listahátíð barna í Reykjanesbæ var formlega sett í morgun þegar leikskólabörn bæjarins fjölmenntu í Duus hús. Kjartan bæjarstjóri mætti með fiðluna sína og krakkarnir tóku saman nokkur lög sem höfðu verið þaulæfð. Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn en allir leikskólar, grunnskólar, tónlistarskólinn, framhaldsskólinn og dansskólar bæjarins taka þátt í herlegheitunum. Þemað í ár er tröllin og fjöllin en börnin hafa að undanförnu skapað fjöldan allan af listaverkum sem verða til sýnis í Duus húsum til 22. maí. Á föstudag fer svo fram hæfileikakeppni grunnskólanna í Stapa.
Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni http://listasafn.reykjanesbaer.is/
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá fjörinu í morgun en fleiri myndir má finna á ljósmyndavef okkar.