Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndarlegur grjótgarður rís við Hafnargötu
Grjótgarður við 88 húsið
Föstudagur 1. nóvember 2013 kl. 06:02

Myndarlegur grjótgarður rís við Hafnargötu

Umhverfi Ungmennagarðsins við 88 húsið í Reykjanesbæ hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Framkvæmdir standa yfir og mörg tonn af grjóti hafa verið flutt á svæðið frá Helguvík til að afmarka og búa til skjól.   

Davíð Örn Óskarsson, starfsmaður 88 hússins, segir sífellda þróun hugmynda um nýtingu svæðisins. Unga fólkið sé duglegt við að koma með tillögur og þær séu síðan skoðaðar út frá fjárhagslegu sjónarmiði og praktískum möguleikum. Reynt sé að lágmarka allan kostnað og nýta tæki og ýmislegt sem til dæmis hefur dagað uppi í geymslum.

Meðal hugmynda er að hafa á svæðinu minigolfvöll, aparólu, svið, stúku, standa á gönguleið til að hafa myndir í, kaffihús, grillaðstöðu, minningarlund og klifurgrind. Þegar eru komin á svæðið „ærslabelgur“, skreyttur veggur og svæði til að iðka skautabrettaíþróttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024