Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 15. júlí 2002 kl. 11:47

Myndarlegur afrakstur myndlistarnámskeiðs barna

Síðastliðnar tvær víkur hafa þau Íris Jónsdóttir myndlistarkona og Vignir Jónsson bróðir hennar séð um námskeið fyrir börn og unglinga. Nú síðustu helgi var afraksturinn sýndur og þótti takast vel til.
Yfir 100 manns mættu á opnun sýningarinnar á föstudag en yfirskrift hennar var fordómar og friður á jörð. Á sýningunni voru sýndar grímur, hljóðfæri og grafík verk. Krakkarnir voru á aldrinum 7-14 ára. Að sögn Hjördísar Árnadóttur formanns myndlistafélagsins hefur verið töluverð aðsókn á sýninguna. Sýningunni lauk á sunnudag. Hér var ekki um sölusýningu að ræða þar sem krakkarnir telja verk sín ómetanleg.

Myndin: Hjördís við grímu Inga Rúnars, 9 ára. VF-mynd: Guðjón Kjartansson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024