Myndarlegir með rúllurnar!
Á hverjum degi eru nemendur skólans að fást við margvísleg viðfangsefni, ekki síst í verklegum greinum þar sem nemendur fást við timbur, járn, vélar, víra o.fl. Í einni grein eru viðfangsefnin hins vegar lifandi en það er í hárgreiðslunni. Á dögunum áttu stúlkurnar í deildinni að æfa sig í að setja permanent í karlmenn, nokkrir skólabræður þeirra gáfu sig fram og gengu út með nýtt útlit.Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af tilþrifunum og aldrei að vita nema ný tíska muni á næstunni breiðast út um skólann.
Karlmenn með rúllur!
Með góðfúslegu leyfi vefsíðu FS
Karlmenn með rúllur!
Með góðfúslegu leyfi vefsíðu FS