Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Myndarlegir kúmenakrar við Garðskagavita
Frá kúmentínslu á Garðskaga síðasta sunnudagsmorgun. VF/Hilmar Bragi Bárðarson
Laugardagur 31. ágúst 2024 kl. 06:00

Myndarlegir kúmenakrar við Garðskagavita

Nokkrir einstaklingar komu saman á Garðskaga um liðna helgi til að safna vinsælu kryddi. Þar var kúmeni safnað á túninu við Garðskagavita. Hluti túnsins fær að vaxa og er ekki slegið fyrr en á haustin, þegar söfnun á kúmeni hefur átt sér stað.

Viðburðurinn, að safna kúmeni, er skipulagður af Byggðasafninu á Garðskaga, þar sem Margrét I. Ásgeirsdóttir stýrir málum. Hún sagðist í samtali við Víkurfréttir hafa tekið andköf síðustu dagana fyrir stóra kúmensöfnunardaginn, þar sem ferskir vindar blésu um Garðskaga og mikið af kúmenfræjunum fuku af plöntunum. Þá var hins vegar nóg eftir þegar safnarar mættu á sunnudaginn og opið verður fyrir kúmensöfnun fram á yfir komandi helgi. Þá verður túnið slegið. Það er af öryggisástæðum, því flugeldar hafa kveikt gróðurelda á svæðinu og mikil verðmæti eru í húfi, nái eldar að breiðast út.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024