Myndarleg kofabyggð í Sandgerði
Krakkarnir í Kofabyggðinni í Sandgerði héldu lokahátíð miðvikudaginn 30. júlí s.l. Þau létu ekki rok og rigningu hafa áhrif á sig, gæddu sér á grilluðum pylsum og tóku við viðurkenningum fyrir kofa sína frá umsjónarmönnunum Sigurbjörgu og Svavari. Kofabyggðin var staðsett á malarvellinum í Sandgerði í ár.