Mynd eftir Friðrik Þór Friðriksson tekin upp í Keflavík
Kvikmyndalið er þessa stundina að störfum á Hringbraut 68 í Keflavík þar sem verið er að taka upp atriði í nýjustu mynd leikstjórans Friðriks Þórs Friðrikssonar en hún mun bera heitið „Næsland“. Þegar ljósmyndara bar að garði var tökulið og leikarar á fullu í undirbúningi. Myndin er á byrjunarstigi og fékkst lítið upp úr þeim sem starfsmönnum sem Víkurfréttir ræddu við. Þó má búast við að um stórmynd sé að ræða á íslenskum mælikvarða þar sem Friðrik Þór er einn af okkar fremstu leikstjórum en hann leikstýrði m.a. „Börn náttúrunnar“ sem tilnefnd var til óskarsverðlauna.Starfsfólk myndarinnar verður hér í Keflavík í dag og á morgun en þá á tökum á þessu atriði að ljúka.
Mynd: Starfsfólk myndarinnar „Næsland“ að störfum. Hringbrautin er þéttsetin bílum frá kvikmyndaliðinu enda þarf mikið af tækjum og tólum við gerð bíómyndar ásamt því að koma þarf leikurunum og öðru starfsfólki milli staða.
Mynd: Starfsfólk myndarinnar „Næsland“ að störfum. Hringbrautin er þéttsetin bílum frá kvikmyndaliðinu enda þarf mikið af tækjum og tólum við gerð bíómyndar ásamt því að koma þarf leikurunum og öðru starfsfólki milli staða.